Sport

Einnar kommu munur á efstu sætunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Gústaf hlaut sigur á hestinum Ás frá Skriðulandi.
Gústaf hlaut sigur á hestinum Ás frá Skriðulandi. vísir/bjarni þór
Baráttan var nokkuð hörð og spennan mikil þegar kveðnar voru upp einkunnir í A-úrslitum ungmennaflokks á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Hellu. Mjótt var á milli efstu sætanna en hafði knapinn Gústaf Ásgeir Hinriksson sigur á hestinum Ás frá Skriðulandi með einkunnina 8,82 en Róbert Bergmann sem reið Brynju frá Bakkakoti fékk einkunnina 8,81. Því var einungis einnar kommu munur þar á milli.  Sömu sögu er að segja af þriðja og fjórða sæti en María Gyða Gunnarsdóttir á Rauðum frá Syðri-Löngumýri fékk einkunnina 8,70 og Ellen María Gunnarsdóttir á Lyftingi frá Djúpadal fékk einkunnina 8,69.

vísir/bjarni þór
Ungmennaflokkur - A úrslit

1 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Ás frá Skriðulandi 8,82

2 Róbert Bergmann / Brynja frá Bakkakoti 8,81

3 María Gyða Pétursdóttir / Rauður frá Syðri-Löngumýri 8,70

4 Ellen María Gunnarsdóttir / Lyfting frá Djúpadal 8,69

5 Brynja Amble Gísladóttir / Sprengja frá Ketilsstöðum 8,62

6 Fanndís Viðarsdóttir / Björg frá Björgum 8,59

7 Sonja Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal 8,55

8 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir / Tindur frá Heiði 8,48

mynd/edda hrund

Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×