Íslenska liðið á palli í 23 greinum af 40 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2014 23:00 Ásdís Hjálmsdóttir hleypur með íslenska fánann þegar íslenska landsliðið fagnat sæti í 2. deildinni. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00
Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33
Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30
Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59