423 fallið í Úkraínu á síðustu mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 22:46 VISIR/AFP Sameinuðu þjóðirnar áætla að 423 hafi látið lífið í Austur-Úkraínu á undanförnum tveimur mánuðum en upplýsingar um mannfallið voru kynntar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Upplýsingarnar eru sagðar byggja á opinberum gögnum og taka bæði til almennra borgara og stríðandi fylkinga frá 15. apríl til 20.júní. Ivan Simonovic, erindreki Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti ánægju sinni með nýja friðaráætlun Pórósjenkó forseta Úkraínu, og sagði hana skref í rétta átt. Hann dró þó upp dökka mynd af átökum stríðandi fylkinga í austurhluta landsins milli aðskilnaðarsinna og þeirra sem enn eru hliðhollir stjórnvöldum í Kænugarði. Vopnaflutningar til Austur-Úkraínu hafi aukist á tímabilinu sem og liðsöfnuður. Talið er að yfir 46 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum í austanverðri Úkraínu, þar af 11.500 á Krímskaga. Fjöldi Úkraínumanna sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín hefur tvöfaldast á liðnum vikum, mannshvörf eru tíð, valdbeiting stjórnvalda færist í aukana og öryggi blaðamanna fer hríðversnandi. Ivan Simonovic sagði einnig að glæpir og mannréttindabrot væru að færast í vöxt og ítrekaði að innviðir samfélagsins væru margir hverjir að hruni komnir. Í borginni Slovyansk í austurhluta landsins hafi til að mynda ekki verið rennandi vatn í viku, 90 prósent borgarinnar hefur ekki aðgang að rafmagni og símasamband sé lítið sem ekkert. Ivan Simonovic lýsti því þó yfir að hann væri vongóður um að fyrirhugað vopnahlé sem kynnt var í gær gæti orðið til þess að vinna bug á slæmu ástandi mannréttindamála í landinu. Tengdar fréttir Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45 Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34 Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30 Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar áætla að 423 hafi látið lífið í Austur-Úkraínu á undanförnum tveimur mánuðum en upplýsingar um mannfallið voru kynntar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Upplýsingarnar eru sagðar byggja á opinberum gögnum og taka bæði til almennra borgara og stríðandi fylkinga frá 15. apríl til 20.júní. Ivan Simonovic, erindreki Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti ánægju sinni með nýja friðaráætlun Pórósjenkó forseta Úkraínu, og sagði hana skref í rétta átt. Hann dró þó upp dökka mynd af átökum stríðandi fylkinga í austurhluta landsins milli aðskilnaðarsinna og þeirra sem enn eru hliðhollir stjórnvöldum í Kænugarði. Vopnaflutningar til Austur-Úkraínu hafi aukist á tímabilinu sem og liðsöfnuður. Talið er að yfir 46 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum í austanverðri Úkraínu, þar af 11.500 á Krímskaga. Fjöldi Úkraínumanna sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín hefur tvöfaldast á liðnum vikum, mannshvörf eru tíð, valdbeiting stjórnvalda færist í aukana og öryggi blaðamanna fer hríðversnandi. Ivan Simonovic sagði einnig að glæpir og mannréttindabrot væru að færast í vöxt og ítrekaði að innviðir samfélagsins væru margir hverjir að hruni komnir. Í borginni Slovyansk í austurhluta landsins hafi til að mynda ekki verið rennandi vatn í viku, 90 prósent borgarinnar hefur ekki aðgang að rafmagni og símasamband sé lítið sem ekkert. Ivan Simonovic lýsti því þó yfir að hann væri vongóður um að fyrirhugað vopnahlé sem kynnt var í gær gæti orðið til þess að vinna bug á slæmu ástandi mannréttindamála í landinu.
Tengdar fréttir Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45 Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34 Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30 Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45
Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34
Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30
Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00