Innlent

Sýslumaður kannar lögheimilisskráningu Sveinbjargar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgvin E. kærði framboð Framsóknar í Reykjavík.
Björgvin E. kærði framboð Framsóknar í Reykjavík. VISIR/PJETUR
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur skipað þriggja manna nefnd til að fjalla um kærumál Björgvins E. Vídalín, formanns Dögunar, um lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík en RÚV greinir frá þessu.

Sagt var frá því á Vísi fyrir nokkru að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi.

Í samtali við Vísi í liðinni viku sagði Björgvin að í hans huga væri framboð hennar ólölegt. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík má búast við að nefndin ljúki störfum innan tveggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×