París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2014 16:00 Kvikmyndin París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður sýnd á alþjóðlegu Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Prag sem hefst þann 4. júlí og stendur til 12. júlí. Er þetta í 49. sinn sem hátíðin er haldin og laðar hún að kvikmyndagerðarmenn alls staðar að úr heiminum sem og heimsfrægar Hollywood-stjörnur. Tökum á París norðursins lauk í fyrra og fóru aðallega fram á Flateyri. Myndin fjallar um Huga sem býr í kyrrlátu þorpi úti á landi. Honum hefur tekist að finna þar skjól frá flækjum lífsins en allt fer í uppnám þegar hann fær símhringingu frá föður sínum. Hafsteinn leikstýrði einnig myndinni Á annan veg. Sú var endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu Prince Avalanche og skartaði þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður sýnd á alþjóðlegu Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Prag sem hefst þann 4. júlí og stendur til 12. júlí. Er þetta í 49. sinn sem hátíðin er haldin og laðar hún að kvikmyndagerðarmenn alls staðar að úr heiminum sem og heimsfrægar Hollywood-stjörnur. Tökum á París norðursins lauk í fyrra og fóru aðallega fram á Flateyri. Myndin fjallar um Huga sem býr í kyrrlátu þorpi úti á landi. Honum hefur tekist að finna þar skjól frá flækjum lífsins en allt fer í uppnám þegar hann fær símhringingu frá föður sínum. Hafsteinn leikstýrði einnig myndinni Á annan veg. Sú var endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu Prince Avalanche og skartaði þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira