Lífið

Eykur öryggisgæslu fyrir barnið sitt

West-fjölskyldan í myndatöku fyrir tískuritið Vogue.
West-fjölskyldan í myndatöku fyrir tískuritið Vogue.
Kanye West hefur hefur aukið öryggisgæslu í kringum 11 mánaða dóttur sína North. 

Rapparanum var ekki vel við alla þá athygli sem einkadótturin fékk í tengslum við brúðkaup hans og Kim Kardashian, móður North, sem fór fram í París á dögunum. 

„Hann var mjög pirraður yfir allri athyglinni sem barnið fékk og vill sjá til þess að núna þegar allt húllumhæið eftir brúðkaupið er lokið að barnið sé varið fyrir ljósmyndurum,“ segja heimildir  RadarOnline.com. 

West var ekki vel við að fjölskyldumeðlimir Kardashian-fjölskyldunnar tóku myndir af barninu og deildu á samfélagsmiðla á meðan á dvöl þeirra stóð í Frakklandi. 

Kardashian-fjölskyldun er ekki jafn feimið og West við athygli fjölmiðla og almennings en þau sigla nú inn í níundu seríu af raunveruleikaþætti sínum, Keeping Up with the Kardashians. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.