Lífið

Gifti sig í Givenchy

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West gengu í það heilaga í Belvedere-virkinu í Flórens á Ítalíu um helgina.

Tímaritið People náði fyrstu myndinni af Kim í brúðarkjólnum en eins og sést á myndinni ljómar hún. Kjóllinn er úr smiðju Givenchy en margir töldu að hún myndi klæðast Veru Wang eins og hún gerði þegar hún gekk að eiga Kris Humprhies árið 2011.

Þetta var í þriðja sinn sem Kim gengur í það heilaga en fyrsta hjónaband rapparans. Saman eiga þau dótturina North West sem verður eins árs í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.