Lífið

Vinsælasta Instagram-mynd allra tíma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd af fyrsta hjónakossi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og rapparans Kanye West er orðin vinsælasta myndin í þriggja ára sögu smáforritsins Instagram. 

Tæplega tvær milljónir manna líkar við myndina og á sú tala eflaust eftir að hækka eitthvað.

Kim og Kanye gengu í það heilaga á Ítalíu síðustu helgi og njóta nú lífsins í brúðkaupsferð í Prag.

Þau eiga saman dótturina North sem verður eins árs í sumar.

Tengdar fréttir

Mætti ekki í brúðkaup Kim vegna vaxtarlags

Slúðurmiðlarnir vestanhafs halda því fram að Rob Kardashian hafi sleppt því að mæta í brúðkaup stóru systur sinnar og Kanye West vegna vaxtarlags síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.