Uppbótartíminn: Líflátshótanir og Óla Þórðar dúkka sem talar 23. maí 2014 12:45 Vísir/Daníel Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru áfram í tveimur efstu sætum deildarinnar með ellefu stig hvort eftir jafntefli í gærkvöldi. Þórsarar rifu sig af botninum með stórsigri á Fylki og þá eru Eyjamenn áfram í miklum vandræðum sem og Blikar sem eru án sigurs. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Víkingur 1-2Keflavík - FH 1-1Þór - Fylkir 5-2Fjölnir - KR 1-1Fram - Breiðablik 1-1Stjarnan - Valur 1-1Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram.Vísir/DaníelGóð umferð fyrir ...... Ögmund Kristinsson, Fram Markvörðurinn öflugi stóð sig frábærlega á móti Breiðabliki í gærkvöldi og var helsta ástæða þess að Blikar unnu ekki sinn fyrsta sigur í deildinni. Ekki amalegt að bjóða upp á svona frammistöðu degi áður en nýr landsliðshópur er valinn. Því miður fyrir Ögmund dugðu hetjudáðir hans ekki til sigurs að þessu sinni.... Pál Viðar Gíslason, þjálfara Þórs Þórsarar þurftu einfaldlega að vinna í gær, sama hvað. En valta svona yfir Fylkismenn og skora fimm mörk í fyrri hálfleik létti svo sannarlega yfir mönnum í þorpinu. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir Pál Viðar að koma liðinu á blað í hraðmótinu. Stjórnarmenn Þórs hefðu annars haft of mikið slæmt að hugsa um í landsleikjahléinu.... Kolbein Kárason, Val Það leit ekki út fyrir að Kolbeinn myndi spila mikið á næstunni þegar Patrick Pedersen mætti sjóðheitur frá Danmörku og skoraði tvö í fyrsta leik. Daninn meiddist, að því virtist illa, gegn Stjörnunni og í hörðum fótboltaheimi er eins manns dauði annars brauð. Kolbeinn kom inn á og skoraði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins. Tvö mörk komin hjá boxaranum í deildinni.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis.Vísir/ValliErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Hvar skal byrja? Einn reynslumesti maður liðsins, Gunnar Örn Jónsson, lætur reka sig út af fyrir að sparka í andstæðing. Hermann Hreiðarsson lætur reka sig út af í hálfleik sem varamaður án þess að spila mínútu fyrir liðið og svo fær það á sig fimm mörk í fyrri hálfleik! Fylkismenn voru rifnir með látum niður á jörðina eftir tvo sigra í röð. Þetta var eins slæmt tap og þau gerast.... Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram Jói Kalli er ekki búinn að byrja þetta mót vel og ekki þótti hann heldur standa sig í Dalnum í gær. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi kom lítið sem ekkert við sögu í leiknum og toppaði slakan leik sinn með því að gefa víti á lokamínútu leiksins sem kostaði liðið tvö stig.... Einar Orra Einarsson, Keflavík Miðjumaðurinn klettharði gæti verið í vandræðum eftir jafnteflið gegn FH í gærkvöldi en hann brást illa við þegar hann var rekinn af velli undir lok leiksins. Brotið var á Einari Orra sem rauk í Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, og fékk fyrir það sitt annað gula spjald. Hann sendi Böðvari svo óskemmtilega handabendingu, öskraði á fjórða dómarann og hrækti að varamannaskýli FH á leið sinni til búningsklefa.Fjölnir er taplaus eftir fimm umferðir.Vísir/DaníelTölfræðin: *Eyjamenn hafa tapað þremur fyrstu heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. Það eru meira en tveir áratugir síðan að Eyjamenn spiluðu þrjá heimaleiki í röð á sama tímabili án þess að fá eitt einasta stig. ÍBV tapaði þremur heimaleikjum í röð í ágúst og september 1993. Eyjamenn töpuðu líka tveimur síðustu heimaleikjum sínum í fyrra og eru því búnir að tapa fimm leikjum í röð á Hásteinsvellinum. *Þórsarar eru eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur brotið tíu marka múrinn eftir fyrstu fimm umferðarinnar. Liðið sem vann sinn fyrsta sigur í 5. umferð og situr í 10. sæti deildarinnar er því markahæsta liðið eftir hraðmótið. Þórsliðið skoraði sjö af þessum tíu mörkum sínum í tveimur samliggjandi hálfleikjum, tvö mörk í seinni hálfleik í 3-4 tapi á móti Stjörnunni og fimm mörk í fyrri hálfleik í 5-2 sigri á móti Fylki. *Fjölnismenn eru búnir að setja nýtt félagsmet í efstu deild með því að fá stig í fimm leikjum í röð en Grafarvogspiltar gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð í 5. umferð eftir sigra í tveimur fyrstu umferðunum. Fjölnir náði aldrei í stig í meira en tveimur leikjum í röð þegar liðið spilaði síðast í úrvalsdeildinni sumarið 2009. *FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson er búinn að skora tvö mörk í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að hafa spilað aðeins í 52 mínútur. Hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu á móti bæði ÍBV og Keflavík, skoraði sigurmarkið á móti ÍBV og tryggði FH síðan jafntefli á móti Keflavík. *FH hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm umferðunum og þau hafa bæði komið á 3. mínútu. Róbert Örn Óskarsson var búinn að halda marki sínu hreinu í 357 mínútur þegar Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði hjá honum á 3. mínútu í gær eða allt síðan að Blikinn Tómas Óli Garðarsson skoraði hjá honum á 3. mínútu í fyrstu umferð.Vísir/ValliSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Sigurður Ragnar, þjálfari Eyjamanna, hefur svarað kalli stuðningsmanna og er búinn að losa sig við gráu Hummel-hettupeysuna og mætir til leiks í hvítri skyrtu.“Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli: „Þórsarar virðast ætla að reyna allt sem þeim dettur í hug til að snúa við gengi liðsins. Yfirleitt hita þeir upp vinstra meginn á vellinum en í dag eru þeir hægra meginn. Gengur það upp hjá þeim?“ Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal: „Jóhannes Karl Guðjónsson hefur gert heiðarlega tilraun til að leika ósýnilega manninn hér í kvöld. Hann er ekki þátttakandi í þessum leik.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Hlynur Atli Magnússon, Þór - 8 Þórður Ingason, Fjölni - 8 Farid Zato, KR - 8 Ögmundur Kristinsson, Fram - 8 Gunnar Örn Jónsson, Fylki - 2 Einar Orri Einarsson, Keflavík - 3 Pétur Viðarsson, FH - 3 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Niclas Vemmelund, Stjörnunni - 3Umræðan á Twitter:Mig langar í Óla Þórðar Baby born dúkku sem talar. — Sóli Hólm (@SoliHolm) May 22, 2014Djöfull setti eg hann i kvöld!!! — Sveinn Elías Jónsson (@sveinnelias) May 22, 2014Djöfull er Homer G. flottur um hausinn! #Svalur#Gamli — Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2014Að leika það að “skera leikmann á háls” og hrækja á bekk andstæðings á að vera minnst 10 leikja bann #sturlun#my2cents#kefFH#Pepsi365 — Haukur Heiðar Haukss (@Haukur_Heidar) May 22, 2014Drap Einar Orri #Böddilöpp eða sagði hann eitthvað við hann í fótboltaleik? Ekki viss miðað við viðbrögð fólks... #fotbolti#prayforLöppin — Ómar Jóhannsson (@Omarjo13) May 22, 2014Nær Siggi Raggi ekki bara í Þóru B Helgadóttur í markið hjá ÍBV?? #fotbolti#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 22, 2014Mark umferðarinnar: Pepsi-mörkin velja mark umferðarinnar í hverjum þætti og að þessu sinni er það Kolbeinn Kárason sem tekur sviðið með jöfnunarmarki sínu gegn Stjörnunni. 'Laglega gert hjá svona stórum manni,“ sögðu spekingarnir. Atvik 5. umferðar: Pepsi-mörkin völdu markið sem Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, skoraði en var ranglega dæmt af vegna rangstöðu atvik 5. umferðarinnar. Illa farið með KR-inga þarna sem hefðu getað tryggt sér sigurinn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fylkir 5-2 | Þórsarar skoruðu fimm í fyrri hálfleik Þórsarar fengu sín fyrstu stig í Pespi-deildinni í sumar þegar liðið vann 5-2 sigur á Fylki á Akureyri í kvöld. Fylkismenn léku manni færri í meira en klukkutíma. 22. maí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 1-1 | Fjölnismenn enn taplausir Gott gengi Fjölnismanna í Pepsi deildinni heldur áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturunum í KR í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn eru taplausir á tímabilinu eftir fimm leiki með níu stig. 22. maí 2014 10:27 Einar þarf að hugsa sinn gang Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld. 22. maí 2014 23:01 Atli Viðar hélt FH á toppnum | Úrslit kvöldsins Átján mörk og sex rauð spjöld litu dagsins ljós í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla sem fór öll fram í kvöld. 22. maí 2014 10:37 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 1-2 | Aron Elís hetja Víkinga í Eyjum Hinn ungi og stórefnilegi Aron Elís Þrándarson tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi deildar karla. 22. maí 2014 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 1-1 | Atli Viðar hetjan Tvö rauð spjöld fóru á loft er Keflavík gerði 1-1 jafntefli við FH í lokaleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. 22. maí 2014 10:36 Ólafur hissa á Eyjamönnum Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, átti von á meiri mótspyrnu frá leikmönnum ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. 22. maí 2014 20:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. 22. maí 2014 10:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru áfram í tveimur efstu sætum deildarinnar með ellefu stig hvort eftir jafntefli í gærkvöldi. Þórsarar rifu sig af botninum með stórsigri á Fylki og þá eru Eyjamenn áfram í miklum vandræðum sem og Blikar sem eru án sigurs. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Víkingur 1-2Keflavík - FH 1-1Þór - Fylkir 5-2Fjölnir - KR 1-1Fram - Breiðablik 1-1Stjarnan - Valur 1-1Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram.Vísir/DaníelGóð umferð fyrir ...... Ögmund Kristinsson, Fram Markvörðurinn öflugi stóð sig frábærlega á móti Breiðabliki í gærkvöldi og var helsta ástæða þess að Blikar unnu ekki sinn fyrsta sigur í deildinni. Ekki amalegt að bjóða upp á svona frammistöðu degi áður en nýr landsliðshópur er valinn. Því miður fyrir Ögmund dugðu hetjudáðir hans ekki til sigurs að þessu sinni.... Pál Viðar Gíslason, þjálfara Þórs Þórsarar þurftu einfaldlega að vinna í gær, sama hvað. En valta svona yfir Fylkismenn og skora fimm mörk í fyrri hálfleik létti svo sannarlega yfir mönnum í þorpinu. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir Pál Viðar að koma liðinu á blað í hraðmótinu. Stjórnarmenn Þórs hefðu annars haft of mikið slæmt að hugsa um í landsleikjahléinu.... Kolbein Kárason, Val Það leit ekki út fyrir að Kolbeinn myndi spila mikið á næstunni þegar Patrick Pedersen mætti sjóðheitur frá Danmörku og skoraði tvö í fyrsta leik. Daninn meiddist, að því virtist illa, gegn Stjörnunni og í hörðum fótboltaheimi er eins manns dauði annars brauð. Kolbeinn kom inn á og skoraði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins. Tvö mörk komin hjá boxaranum í deildinni.Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis.Vísir/ValliErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Hvar skal byrja? Einn reynslumesti maður liðsins, Gunnar Örn Jónsson, lætur reka sig út af fyrir að sparka í andstæðing. Hermann Hreiðarsson lætur reka sig út af í hálfleik sem varamaður án þess að spila mínútu fyrir liðið og svo fær það á sig fimm mörk í fyrri hálfleik! Fylkismenn voru rifnir með látum niður á jörðina eftir tvo sigra í röð. Þetta var eins slæmt tap og þau gerast.... Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram Jói Kalli er ekki búinn að byrja þetta mót vel og ekki þótti hann heldur standa sig í Dalnum í gær. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi kom lítið sem ekkert við sögu í leiknum og toppaði slakan leik sinn með því að gefa víti á lokamínútu leiksins sem kostaði liðið tvö stig.... Einar Orra Einarsson, Keflavík Miðjumaðurinn klettharði gæti verið í vandræðum eftir jafnteflið gegn FH í gærkvöldi en hann brást illa við þegar hann var rekinn af velli undir lok leiksins. Brotið var á Einari Orra sem rauk í Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, og fékk fyrir það sitt annað gula spjald. Hann sendi Böðvari svo óskemmtilega handabendingu, öskraði á fjórða dómarann og hrækti að varamannaskýli FH á leið sinni til búningsklefa.Fjölnir er taplaus eftir fimm umferðir.Vísir/DaníelTölfræðin: *Eyjamenn hafa tapað þremur fyrstu heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. Það eru meira en tveir áratugir síðan að Eyjamenn spiluðu þrjá heimaleiki í röð á sama tímabili án þess að fá eitt einasta stig. ÍBV tapaði þremur heimaleikjum í röð í ágúst og september 1993. Eyjamenn töpuðu líka tveimur síðustu heimaleikjum sínum í fyrra og eru því búnir að tapa fimm leikjum í röð á Hásteinsvellinum. *Þórsarar eru eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur brotið tíu marka múrinn eftir fyrstu fimm umferðarinnar. Liðið sem vann sinn fyrsta sigur í 5. umferð og situr í 10. sæti deildarinnar er því markahæsta liðið eftir hraðmótið. Þórsliðið skoraði sjö af þessum tíu mörkum sínum í tveimur samliggjandi hálfleikjum, tvö mörk í seinni hálfleik í 3-4 tapi á móti Stjörnunni og fimm mörk í fyrri hálfleik í 5-2 sigri á móti Fylki. *Fjölnismenn eru búnir að setja nýtt félagsmet í efstu deild með því að fá stig í fimm leikjum í röð en Grafarvogspiltar gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð í 5. umferð eftir sigra í tveimur fyrstu umferðunum. Fjölnir náði aldrei í stig í meira en tveimur leikjum í röð þegar liðið spilaði síðast í úrvalsdeildinni sumarið 2009. *FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson er búinn að skora tvö mörk í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að hafa spilað aðeins í 52 mínútur. Hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu á móti bæði ÍBV og Keflavík, skoraði sigurmarkið á móti ÍBV og tryggði FH síðan jafntefli á móti Keflavík. *FH hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm umferðunum og þau hafa bæði komið á 3. mínútu. Róbert Örn Óskarsson var búinn að halda marki sínu hreinu í 357 mínútur þegar Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði hjá honum á 3. mínútu í gær eða allt síðan að Blikinn Tómas Óli Garðarsson skoraði hjá honum á 3. mínútu í fyrstu umferð.Vísir/ValliSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Sigurður Ragnar, þjálfari Eyjamanna, hefur svarað kalli stuðningsmanna og er búinn að losa sig við gráu Hummel-hettupeysuna og mætir til leiks í hvítri skyrtu.“Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli: „Þórsarar virðast ætla að reyna allt sem þeim dettur í hug til að snúa við gengi liðsins. Yfirleitt hita þeir upp vinstra meginn á vellinum en í dag eru þeir hægra meginn. Gengur það upp hjá þeim?“ Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal: „Jóhannes Karl Guðjónsson hefur gert heiðarlega tilraun til að leika ósýnilega manninn hér í kvöld. Hann er ekki þátttakandi í þessum leik.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Hlynur Atli Magnússon, Þór - 8 Þórður Ingason, Fjölni - 8 Farid Zato, KR - 8 Ögmundur Kristinsson, Fram - 8 Gunnar Örn Jónsson, Fylki - 2 Einar Orri Einarsson, Keflavík - 3 Pétur Viðarsson, FH - 3 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Niclas Vemmelund, Stjörnunni - 3Umræðan á Twitter:Mig langar í Óla Þórðar Baby born dúkku sem talar. — Sóli Hólm (@SoliHolm) May 22, 2014Djöfull setti eg hann i kvöld!!! — Sveinn Elías Jónsson (@sveinnelias) May 22, 2014Djöfull er Homer G. flottur um hausinn! #Svalur#Gamli — Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2014Að leika það að “skera leikmann á háls” og hrækja á bekk andstæðings á að vera minnst 10 leikja bann #sturlun#my2cents#kefFH#Pepsi365 — Haukur Heiðar Haukss (@Haukur_Heidar) May 22, 2014Drap Einar Orri #Böddilöpp eða sagði hann eitthvað við hann í fótboltaleik? Ekki viss miðað við viðbrögð fólks... #fotbolti#prayforLöppin — Ómar Jóhannsson (@Omarjo13) May 22, 2014Nær Siggi Raggi ekki bara í Þóru B Helgadóttur í markið hjá ÍBV?? #fotbolti#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 22, 2014Mark umferðarinnar: Pepsi-mörkin velja mark umferðarinnar í hverjum þætti og að þessu sinni er það Kolbeinn Kárason sem tekur sviðið með jöfnunarmarki sínu gegn Stjörnunni. 'Laglega gert hjá svona stórum manni,“ sögðu spekingarnir. Atvik 5. umferðar: Pepsi-mörkin völdu markið sem Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, skoraði en var ranglega dæmt af vegna rangstöðu atvik 5. umferðarinnar. Illa farið með KR-inga þarna sem hefðu getað tryggt sér sigurinn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fylkir 5-2 | Þórsarar skoruðu fimm í fyrri hálfleik Þórsarar fengu sín fyrstu stig í Pespi-deildinni í sumar þegar liðið vann 5-2 sigur á Fylki á Akureyri í kvöld. Fylkismenn léku manni færri í meira en klukkutíma. 22. maí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 1-1 | Fjölnismenn enn taplausir Gott gengi Fjölnismanna í Pepsi deildinni heldur áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturunum í KR í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn eru taplausir á tímabilinu eftir fimm leiki með níu stig. 22. maí 2014 10:27 Einar þarf að hugsa sinn gang Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld. 22. maí 2014 23:01 Atli Viðar hélt FH á toppnum | Úrslit kvöldsins Átján mörk og sex rauð spjöld litu dagsins ljós í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla sem fór öll fram í kvöld. 22. maí 2014 10:37 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 1-2 | Aron Elís hetja Víkinga í Eyjum Hinn ungi og stórefnilegi Aron Elís Þrándarson tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi deildar karla. 22. maí 2014 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 1-1 | Atli Viðar hetjan Tvö rauð spjöld fóru á loft er Keflavík gerði 1-1 jafntefli við FH í lokaleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. 22. maí 2014 10:36 Ólafur hissa á Eyjamönnum Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, átti von á meiri mótspyrnu frá leikmönnum ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. 22. maí 2014 20:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. 22. maí 2014 10:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fylkir 5-2 | Þórsarar skoruðu fimm í fyrri hálfleik Þórsarar fengu sín fyrstu stig í Pespi-deildinni í sumar þegar liðið vann 5-2 sigur á Fylki á Akureyri í kvöld. Fylkismenn léku manni færri í meira en klukkutíma. 22. maí 2014 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 1-1 | Fjölnismenn enn taplausir Gott gengi Fjölnismanna í Pepsi deildinni heldur áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturunum í KR í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn eru taplausir á tímabilinu eftir fimm leiki með níu stig. 22. maí 2014 10:27
Einar þarf að hugsa sinn gang Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld. 22. maí 2014 23:01
Atli Viðar hélt FH á toppnum | Úrslit kvöldsins Átján mörk og sex rauð spjöld litu dagsins ljós í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla sem fór öll fram í kvöld. 22. maí 2014 10:37
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 1-2 | Aron Elís hetja Víkinga í Eyjum Hinn ungi og stórefnilegi Aron Elís Þrándarson tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi deildar karla. 22. maí 2014 10:24
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 1-1 | Atli Viðar hetjan Tvö rauð spjöld fóru á loft er Keflavík gerði 1-1 jafntefli við FH í lokaleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. 22. maí 2014 10:36
Ólafur hissa á Eyjamönnum Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, átti von á meiri mótspyrnu frá leikmönnum ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. 22. maí 2014 20:51
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. 22. maí 2014 10:33