Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:33 Haukur Páll og Garðar Jó eigast við. Vísir/Stefán Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira