Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 | Valur náði jafntefli í Garðabæ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. maí 2014 10:33 Haukur Páll og Garðar Jó eigast við. Vísir/Stefán Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Valur náði í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Kolbeinn Kárason jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma. Valur byrjaði leikinn mikið betur og sótti án afláts. Það var samt Stjarnan sem komst yfir á 20. mínútu þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins og það var eins og það slægi Val út af laginu og sóknarþungi liðsins var ekki samur á eftir. Arnar Már þurfti skömmu eftir markið að fara meiddur af leikvelli en Valur þurfti að gera þrjár breytingar í leiknum vegna meiðsla, eina í fyrri hálfleik og aðra snemma í seinni hálfleik. Það riðlaði leik liðsins enn frekar. Stjarnan fékk færi til að gera út um leikinn þegar Valur færði lið sitt framar í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki en Stjarnan nýtti ekki færin. Fyrir það refsaði Valur og náði að lokum í verðskuldað stig. Stjarnan er með ellefu stig eftir fimm leiki en Valur er í fimmta sæti með 8 stig. Magnús: Get ekki annað en verið sáttur„Það riðlar leiknum að þurfa að skipta vegna meiðsla en mér fannst við vera búnir að spila mjög vel fram að því,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals um meiðslavandræði Vals í leiknum í dag. „Við hikstuðum aðeins eftir að þeir skora og þegar við þurfum að skipta en heilt yfir fannst mér við spila góðan fótbolta í dag," sagði Magnús. „Við fengum einhver fjögur, fimm dauðafæri en hefðum mátt vera aðeins ákveðnari á síðasta fjórðung," sagði Magnús. „Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick (Pedersen), hann er kominn upp á sjúkrahús en ég vona að hitt sé smávægilegt," sagði Magnús. „Mér fannst við heilt yfir spila vel í dag og ég hefði viljað sigur. Við vorum auðvitað farnir að opna okkur ansi mikið í seinni hálfleik og senda menn fram og þeir fengu mjög góð færi til að klára þetta í 2-0 og þess vegna get ég ekki annað en verið sáttur við jafntefli," sagði Magnús. „Það vantaði aðeins meiri einbeitingu aftast hjá okkur í markinu þeirra og öðru færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þetta er hlutir sem gerast. Við viljum spila boltanum og halda honum aftast og þá geta gerst svona mistök. Við fyrirgefum það í dag,“ sagði Magnús. Daníel: Eins og maður hafi tapað„Ég held að allir væru ósáttir við að fá svona mark á sig í lokin, sérstaklega þegar þetta var nánast komið í höfn. Þá er grautfúlt að fá þetta mark á sig,“ sagði Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar. „Valsmenn komu ákveðnir til leiks og það lá svolítið á okkur en mér fannst við ráða vel við það. Við hefðum líka getað sett annað markið á þá." „Það er þægilegt að vera 1-0 yfir en við áttum að stjórna leiknum betur. Við náðum að halda alveg þangað til í lokin. Það er eins og maður hafi tapað,“ sagði Daníel mjög súr og svekktur. „Mér fannst við hafa átt að klára þetta. Þetta er kannski ekki einbeitingarleysi en þeir voru heppnir að skora þarna í lokin miðað við að við vorum búnir að standast þessa árás frá þeim allan leikinn," sagði Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira