Fótbolti

Silfuskeiðin velur Evrópubúninga Stjörnunnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stjarnan í sínum hefðbundna búningi.
Stjarnan í sínum hefðbundna búningi.
Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins í fótbolta í sumar. Að því tilefni hefur félagið efnt til skoðunarkönnunar meðal stuðningsmanna um hvernig Evrópubúningur félagsins skuli líta út.

Knattspyrnudeild Stjörnunnar ákvað að félagið muni fá sérstaka Evróputreyju og eru fjórir valkosti útlistaðir á heimasíðu Silfurskeiðarinnar. Þar geta áhugasamir kosið þann búning sem þeim þykja fallegastur og haft þar með áhrif á hvernig liðið muni líta út í þessum fyrstu Evrópuleikjum félagsins.

Smellið hér til að fara inn á skoða valkostina og taka þátt með Silfurskeiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×