Hemmi ekki í hóp í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2014 11:05 Vísir/Daníel Hermann Hreiðarsson verður ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og þá detta þrír úr byrjunarliðinu frá síðasta leik vegna meiðsla. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi í dag en Hermann gekk óvænt frá þriggja ára samningi við félagið í síðustu viku. Ásmundur var reyndar tregur til að gefa upp hvort að Hermann yrði á skýrslu í leiknum gegn Víkingum í kvöld. „Það kemur bara í ljós,“ sagði Ásmundur í léttum tón en fékkst þó til að gefa svar. „Hann verður ekki í hópnum enda er þetta allt nokkuð nýtilkomið,“ sagði Ásmundur sem sagði reyndar að málið hefði átt sér langan aðdraganda. „Hann hefur verið með okkur á æfingum af og til í vetur og tengist auðvitað kvennaboltanum sterkum böndum,“ sagði Ásmundur en kona Hermanns, Ragna Lóa Stefánsdóttir, er þjálfari kvennaliðs Fylkis auk þess sem að hann er formaður meistaraflokksráðs kvenna. „Það er því spurning hvort hann sé að skipta yfir í karla- eða kvennaliðið. Maður veit aldrei eftir Eurovision,“ sagði Ásmundur í léttum tón. Hann á von á því að hann muni reynast Fylkismönnum liðsstyrkur í sumar. „Það þekkja allir hans sögu og karakter. Það er frábært að fá hann inn á æfingasvæðið og í klefann. Við sjáum svo til hvernig þetta þróast allt saman.“ Ásmundur sagði það væri nokkuð um meiðsli í herbúðum Fylkis í dag og að þrír leikmenn sem voru í byrjunarliðinu gegn ÍBV yrðu ekki með í kvöld. Þetta eru þeir Andrew Sousa, Ragnar Bragi Sveinsson og Stefán Ragnar Guðlaugsson. „Þetta eru þó ekki alvarleg meiðsli og stutt í þá alla. Þá er Andrés Már Jóhannesson á réttri leið,“ sagði Ásmundur en sá síðastnefndi skoraði eitt marka Fylkis í 3-1 sigri á ÍBV eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur Víkings og Fylkis hefst klukkan 19.15 á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 1-3 | Fylkismenn komnir á blað ÍBV þarf að bíða enn eftir fyrsta sigrinum eftir að Eyjamenn töpuðu fyrir botnliði Fylkis á Hásteinsvelli í kvöld. 12. maí 2014 13:46 Hermann Hreiðarsson spilar með Fylki í sumar Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í kvöld. 15. maí 2014 22:13 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Hermann Hreiðarsson verður ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og þá detta þrír úr byrjunarliðinu frá síðasta leik vegna meiðsla. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi í dag en Hermann gekk óvænt frá þriggja ára samningi við félagið í síðustu viku. Ásmundur var reyndar tregur til að gefa upp hvort að Hermann yrði á skýrslu í leiknum gegn Víkingum í kvöld. „Það kemur bara í ljós,“ sagði Ásmundur í léttum tón en fékkst þó til að gefa svar. „Hann verður ekki í hópnum enda er þetta allt nokkuð nýtilkomið,“ sagði Ásmundur sem sagði reyndar að málið hefði átt sér langan aðdraganda. „Hann hefur verið með okkur á æfingum af og til í vetur og tengist auðvitað kvennaboltanum sterkum böndum,“ sagði Ásmundur en kona Hermanns, Ragna Lóa Stefánsdóttir, er þjálfari kvennaliðs Fylkis auk þess sem að hann er formaður meistaraflokksráðs kvenna. „Það er því spurning hvort hann sé að skipta yfir í karla- eða kvennaliðið. Maður veit aldrei eftir Eurovision,“ sagði Ásmundur í léttum tón. Hann á von á því að hann muni reynast Fylkismönnum liðsstyrkur í sumar. „Það þekkja allir hans sögu og karakter. Það er frábært að fá hann inn á æfingasvæðið og í klefann. Við sjáum svo til hvernig þetta þróast allt saman.“ Ásmundur sagði það væri nokkuð um meiðsli í herbúðum Fylkis í dag og að þrír leikmenn sem voru í byrjunarliðinu gegn ÍBV yrðu ekki með í kvöld. Þetta eru þeir Andrew Sousa, Ragnar Bragi Sveinsson og Stefán Ragnar Guðlaugsson. „Þetta eru þó ekki alvarleg meiðsli og stutt í þá alla. Þá er Andrés Már Jóhannesson á réttri leið,“ sagði Ásmundur en sá síðastnefndi skoraði eitt marka Fylkis í 3-1 sigri á ÍBV eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur Víkings og Fylkis hefst klukkan 19.15 á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 1-3 | Fylkismenn komnir á blað ÍBV þarf að bíða enn eftir fyrsta sigrinum eftir að Eyjamenn töpuðu fyrir botnliði Fylkis á Hásteinsvelli í kvöld. 12. maí 2014 13:46 Hermann Hreiðarsson spilar með Fylki í sumar Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í kvöld. 15. maí 2014 22:13 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 1-3 | Fylkismenn komnir á blað ÍBV þarf að bíða enn eftir fyrsta sigrinum eftir að Eyjamenn töpuðu fyrir botnliði Fylkis á Hásteinsvelli í kvöld. 12. maí 2014 13:46
Hermann Hreiðarsson spilar með Fylki í sumar Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í kvöld. 15. maí 2014 22:13