Mikilvægast að ráðast gegn fátækt í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:30 Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira