Mikilvægast að ráðast gegn fátækt í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:30 Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira