Enski boltinn

Þrír hjá Chelsea kærðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Svo gæti farið að miðjumaðurinn Ramires spili ekki fleiri deildarleiki með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Ramires var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að sveifla höndinni í átt að Sebastian Larsson, leikmanni Sunderland, í leik liðanna um helgina.

Dómari leiksins tók ekki eftir atvikinu og því mögulegt að aganefnd sambandsins muni úrskurða Ramires í fjögurra leikja bann. Ramires var fyrr í vetur dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í leik.

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho og Rui Faria, aðstoðarmaður hans, voru einnig kærðir. Mourinho þarf að svara fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik en þá hrósaði hann - kaldhæðnislega - frammistöðu dómara leiksins og Mike Riley, yfirmanni dómaramála í deildinni.

Faria fékk tvær kærur á sig fyrir að missa stjórn á skapi sínu undir lok leiksins. Hann lét fjórða dómara leiksins heyra það óspart að því að kemur fram í tilkynningu enska sambandsins.

Chelsea mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Verði Ramires dæmdur í bann mun hann því einnig missa af fyrsta leik Chelsea á næsta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×