Evrópumet í klamydíutilfellum Birta Björnsdóttir skrifar 26. apríl 2014 20:00 Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira