Evrópumet í klamydíutilfellum Birta Björnsdóttir skrifar 26. apríl 2014 20:00 Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira