Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á Liverpool á Anfield fyrr í dag.
"Núna við getum sagst hafa unnið báða leikina gegn meisturunum," sagði Mourinho eftir leik.
"Ef Liverpool verður meistarar, þá unnum við báða leikina gegn þeim og það sama á við ef City verður meistari."
"Eftir sigurinn í dag þurfum við aðeins eitt stig til að enda í þriðja sætinu. Þetta hefur verið gott tímabil fyrir okkur og liðið hefur þróast á ýmsum sviðum."
"Margir bjuggust við að við myndum tapa stórt í dag eins og mörg lið hafa gert á Anfield í vetur. Margir héldu að við gætum ekki náð góðum úrslitum í dag. En strákarnir spiluðu frábærlega svo ég er ánægður fyrir þeirra hönd og stuðningsmannanna."
Chelsea situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.
Mourinho: Margir bjuggust við stórtapi

Tengdar fréttir

Chelsea stöðvaði sigurgöngu Liverpool
Chelsea stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Liverpool með 1-0 sigri á Anfield.