Enski boltinn

Keane sér eftir því að hafa ekki valið Giggs og Scholes

Keane fagnar með Scholes og Ronaldo.
Keane fagnar með Scholes og Ronaldo. vísir/getty
Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem harðjaxlinn Roy Keane viðurkennir að sjá eftir einhverju sem hann hefur gert.

Í heimildamynd sem var um hann og Patrick Vieira voru þeir félagar beðnir um að velja draumalið leikmanna sem spiluðu með þeim. Keane segist ekki hafa borið næga virðingu fyrir öllum félögum sínum þar.

Það var ekkert pláss í liði Keane fyrir hvorki Ryan Giggs né Paul Scholes.

"Ég er ekki mjög sáttur með að hafa tekið þátt í þessari mynd. Mér leið ekkert sérstaklega vel með að þurfa að velja ellefu manna lið," sagði Keane.

"Ég skammaðist mín fyrir að skilja leikmenn út undan sem áttu betra skilið. Mér fannst ég sýna þeim óvirðingu. Éf ég ætti að velja þetta lið aftur þá myndi ég líklega gera þrjár til fjórar breytingar."

Liðið sem Keane valdi í þættinum:

Peter Schmeichel

Paul Parker

Gary Pallister

Jaap Stam

Denis Irwin

David Beckham

Paul Ince

Roy Keane

Cristiano Ronaldo

Eric Cantona

Ruud van Nistelrooy




Fleiri fréttir

Sjá meira


×