Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 09:51 vísir/stefán Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi. Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi.
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
„Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01
Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15
Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00