Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 09:51 vísir/stefán Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi. Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi.
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
„Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01
Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15
Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00