Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 22:33 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Vísir Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira