Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 12:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sett fram þær kröfur að Ísraelar virði réttindi Margrétar Kristínar sem er nú í haldi Ísraela. Vísir/Ívar Fannar „Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt. Þorgerður segir að persónuverndarlög komi í veg fyrir að hún veiti ítarlegar upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál en hún vilji þó segja þetta: „Við höfum verið í sambandi við ísraelsk stjórnvöld og við höfum áréttað og ítrekað kröfu okkar um að réttindi íslenskra ríkisborgara séu virt samkvæmt alþjóðalögum og að alþjóðamannréttindaskuldbindingar ekki síst séu hafðar að leiðarljósi. Við bindum vonir við það.“ Þá segir hún að íslensk stjórnvöld hafi strax brugðist við stöðunni sem upp kom í nótt. „Við erum líka búin að vera í sambandi við okkar kjörræðismann í Tel Aviv og við höfum verið í samtali við Finna sem sjá um borgaraþjónustuna fyrir okkur í Ísrael og við höfum einnig haft samband við nánustu aðstandendum viðkomandi og upplýst þá um stöðina.“ Baráttufólkið í Frelsisflotanum sé að leggja sitt á vogarskálarnar Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá, dóttur Margrétar Kristínar, og hún kallaði eftir því að henni yrði komið heim sem allra fyrst en svo vildi hún líka að þetta athæfi yrði fordæmt. „Við skulum hafa það í huga að þeir sem hafa farið og eru að fara þarna eru að reyna að leggja sitt á vogarskálarnar í þágu friðar og mannúðar fyrir íbúa Gasa sem hafa mátt þola ótrúlega stríðsglæpi. Ísraelar hafa staðið fyrir ótrúlegum brotum á mannúðarlögum. Ég vil fyrst og síðast fordæma framferði Ísraela eins og ég er ítrekað búin að gera varðandi Gasa. Hernámið á Vesturbakkanum sem er að koma svolítið í veg fyrir það að það verði til þessi tveggja ríkja lausn þannig að allt sem viðkemur Gasa og Ísrael, það er hægt að fordæma það og það höfum við gert.“ Ísrael Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17 Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. 1. október 2025 23:02 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Þorgerður segir að persónuverndarlög komi í veg fyrir að hún veiti ítarlegar upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál en hún vilji þó segja þetta: „Við höfum verið í sambandi við ísraelsk stjórnvöld og við höfum áréttað og ítrekað kröfu okkar um að réttindi íslenskra ríkisborgara séu virt samkvæmt alþjóðalögum og að alþjóðamannréttindaskuldbindingar ekki síst séu hafðar að leiðarljósi. Við bindum vonir við það.“ Þá segir hún að íslensk stjórnvöld hafi strax brugðist við stöðunni sem upp kom í nótt. „Við erum líka búin að vera í sambandi við okkar kjörræðismann í Tel Aviv og við höfum verið í samtali við Finna sem sjá um borgaraþjónustuna fyrir okkur í Ísrael og við höfum einnig haft samband við nánustu aðstandendum viðkomandi og upplýst þá um stöðina.“ Baráttufólkið í Frelsisflotanum sé að leggja sitt á vogarskálarnar Fréttastofa ræddi við Salvöru Gullbrá, dóttur Margrétar Kristínar, og hún kallaði eftir því að henni yrði komið heim sem allra fyrst en svo vildi hún líka að þetta athæfi yrði fordæmt. „Við skulum hafa það í huga að þeir sem hafa farið og eru að fara þarna eru að reyna að leggja sitt á vogarskálarnar í þágu friðar og mannúðar fyrir íbúa Gasa sem hafa mátt þola ótrúlega stríðsglæpi. Ísraelar hafa staðið fyrir ótrúlegum brotum á mannúðarlögum. Ég vil fyrst og síðast fordæma framferði Ísraela eins og ég er ítrekað búin að gera varðandi Gasa. Hernámið á Vesturbakkanum sem er að koma svolítið í veg fyrir það að það verði til þessi tveggja ríkja lausn þannig að allt sem viðkemur Gasa og Ísrael, það er hægt að fordæma það og það höfum við gert.“
Ísrael Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17 Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. 1. október 2025 23:02 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17
Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17
Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. 1. október 2025 23:02