Lög líklega sett á verkfall Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. apríl 2014 07:00 Flugvallarstarfsmenn hafa í þrígang boðað til tímabundinna verkfalla sem hafa valdið töfum á flugsamgöngum. Deila þeirra við Isavia virðist í hnút. Fréttablaðið/GVA Allar líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna sem á að hefjast miðvikudaginn 30. apríl, það er ef ekki semst fyrir þann tíma. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, segir að reynslan sýni að þegar þeir sem vinna við samgöngur hafi farið í verkföll hafi verið sett lög.„Löggjafinn hefur metið það svo að ekki sé hægt að hafa landið einangrað frá umheiminum,“ segir Gylfi Dalmann. „Það lúta ýmis rök að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill og að lagasetning geti verið heimil,“ segir Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður, en hún er jafnframt fulltrúi ríkisins í Félagsdómi. Inga Björg segir að Hæstiréttur hafi metið það svo í dómum sínum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu og ýmsum alþjóðasamningum að inngrip löggjafans í vinnudeilur geti verið réttlætanlegt. Inga björg Hjaltadóttir„Hæstiréttur hefur þannig hvorki talið að ákvæði Mannréttindasáttmálans eða alþjóðasamningar útilokuðu að löggjafanum gæti verið heimilt að grípa inn í einstaka vinnudeilur með lagasetningu, né að löggjafanum væri óheimilt að leggja tímabundið bann við einstaka vinnustöðvunum,“ segir Inga Björg en bætir við að það verði að gera strangar kröfur til slíkrar lagasetningar. Isavia og Samtök atvinnulífsins eru fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar að taka saman greinargerð um þann kostnað sem það gæti haft í för með sér fyrir þjóðarbúið ef flugvallarstarfsmenn fara í ótímabundið verkfall. Í greinargerðinni á jafnframt að leggja mat á hvaða áhrif verkfall hefði fyrir ferðaþjónustuna til lengri tíma litið. Þegar greinargerðin verður tilbúin á að kynna hana fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins til sáttafundar á sunnudag. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Allar líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna sem á að hefjast miðvikudaginn 30. apríl, það er ef ekki semst fyrir þann tíma. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, segir að reynslan sýni að þegar þeir sem vinna við samgöngur hafi farið í verkföll hafi verið sett lög.„Löggjafinn hefur metið það svo að ekki sé hægt að hafa landið einangrað frá umheiminum,“ segir Gylfi Dalmann. „Það lúta ýmis rök að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill og að lagasetning geti verið heimil,“ segir Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður, en hún er jafnframt fulltrúi ríkisins í Félagsdómi. Inga Björg segir að Hæstiréttur hafi metið það svo í dómum sínum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu og ýmsum alþjóðasamningum að inngrip löggjafans í vinnudeilur geti verið réttlætanlegt. Inga björg Hjaltadóttir„Hæstiréttur hefur þannig hvorki talið að ákvæði Mannréttindasáttmálans eða alþjóðasamningar útilokuðu að löggjafanum gæti verið heimilt að grípa inn í einstaka vinnudeilur með lagasetningu, né að löggjafanum væri óheimilt að leggja tímabundið bann við einstaka vinnustöðvunum,“ segir Inga Björg en bætir við að það verði að gera strangar kröfur til slíkrar lagasetningar. Isavia og Samtök atvinnulífsins eru fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar að taka saman greinargerð um þann kostnað sem það gæti haft í för með sér fyrir þjóðarbúið ef flugvallarstarfsmenn fara í ótímabundið verkfall. Í greinargerðinni á jafnframt að leggja mat á hvaða áhrif verkfall hefði fyrir ferðaþjónustuna til lengri tíma litið. Þegar greinargerðin verður tilbúin á að kynna hana fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins til sáttafundar á sunnudag.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira