Innlent

Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda

Jakob Bjarnar skrifar
Að sögn Kristján Jóhannssona slitnaði uppúr viðræðum í nótt og hefur ekki verið boðað til frekari funda.
Að sögn Kristján Jóhannssona slitnaði uppúr viðræðum í nótt og hefur ekki verið boðað til frekari funda.
Samninganefndir flugmálastarfsmanna  og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia hafa setið á samningafundi frá því í gær og lauk fundi ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun. Í tilkynningu frá Kristjáni Jóhannssyni, formanni félags flugmálastarfsmanna, náðist enginn árangur á fundinum og hafa viðræðurnar því siglt í strand að hans sögn.

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á öllum flugvöllum landsins aðfararnótt miðvikudags, náist ekki samningar í tíma.

„Samninganefndir FFR, SFR og LSS og SA fyrir hönd Isavia hafa setið á samningafundi frá því í gær. Fundinum var slitið á sjöunda tímanum án þess að árangur næðist. Samningasaðilar náðu ekki saman á grunni þeirra tillagna sem fyrir lágu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni!“ segir Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×