Innlent

Reiði stúdenta aðeins magnast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Vísir/Valli
Nemendur við Háskóla Íslands mótmæltu fyrirhuguðu verkfalli kennara við skólann fyrir utan fjármálaráðuneytið í dag.

„Stúdentar voru orðnir brjálaðir fyrir tveimur vikum yfir óvissunni og reiðin hefur bara magnast," segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Mótmæli við ráðuneytið á Arnarhvoli hófust klukkan 12.

Stúdentar krefjast þess að samið verði við háskólakennara. Til verkfallsins er boðað 25. apríl til 10. maí sem er lögbundinn próftími.

„Þetta verkfall er aukið álag á stúdenta og sérstaklega þá sem eru haldnir prófakvíða fyrir eða eiga í námserfiðleikum," segir María Rut.

„Við höfum fundið fyrir því að það er vilji hjá stúdentum að mótmæla og með mótmælunum er Stúdentaráð að svara því kalli."


Tengdar fréttir

Boðað verður til verkfalls háskólakennara

Stjórn félags háskólakennara hefur boðað til verkfalls en þetta staðfesti Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara, í samtali við fréttastofu.

Óvissan er háskólanemum erfið

"Aðallega er þetta alls herjar tekjutap fyrir námsmenn og gríðarleg óvissa. En þetta setur líka atvinnulífið úr skorðum þar sem það stólar á stúdenta í sumarstörf,“ segir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Þrjú þúsund tölvupóstar til þingmanna

Þingmenn lýstu yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skoraði á fjármálaráðherra að fresta ekki vandanum heldur leysa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×