Íslenski boltinn

Elfar skaut Blikum áfram | FH vann Stjörnuna í Garðabænum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki með Breiðabliki.
Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar marki með Breiðabliki. Vísir/Valli
Þórsarar voru fyrsta liðið til að komast í undanúrslit A-deildar Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflvíkinga í vítaspyrnukeppni í Boganum á Akureyri.

Keflavík byrjaði mun betur og skoraði tvö mörkin á fyrstu sex mínútum leiksins en þau gerðu Elías Már Ómarsson og Hörður Sveinsson.

Gestirnir misstu mann af velli á 19. mínútu þegar HalldórKristinnHalldórsson fékk beint rautt spjald og ÞórðurBirgisson minnkaði muninn, 2-1, fyrir Þór á 37. mínútu.

Svo virtist sem tíu Keflvíkingar ætluðu að halda út og komast í undanúrslitin en Ármann Pétur Ævarsson kom Þórsurum í framlengingu með marki úr vítaspyrnu á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-1.

Eftir markalausa framlengingu var gripið til vítaspyrnukeppni sem Þór vann, 4-3, og leikinn, 6-5.

Í Garðabænum mættust Stjarnan og FH þar sem FH tryggði sér farseðilinn í undanúrslitin með 2-1 sigri.

Markalaust var í hálfleik en Veigar Páll Gunnarsson kom Stjörnunni yfir á gervigrasinu í Garðabænum eftir tæpar þrjár mínútur í seinni hálfleik.

FH-ingar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla en Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin á 66. mínútu, 1-1, og Sam Hewson, sem gekk í raðir FH frá Fram í vetur, skoraði sigurmarkið á 69. mínútu.

Guðjón Árni Antoníusson var rekinn af velli hjá FH og verður ekki með í undanúrslitaleiknum gegn annaðhvort KR eða Fylki sem mætast á morgun.

Þórsarar mæta aftur á móti Breiðabliki sem unnu Pepsi-deildar nýliða Víkings, 1-0, í Fífunni í Kópavogi.

Þar skoraði Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson eina mark leiksins á 76. mínútu og kom Breiðabliki í undanúrslitin.

Undanúrslitin fara á mánudaginn kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.