Enski boltinn

Sky Sports: Jóhann Berg kemur til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og áður hefur verið greint frá mun Jóhann Berg Guðmundsson fara frá AZ Alkmaar í sumar.

Fréttavefur Sky Sports fjallar um málið í dag og fullyrðir að nánast fullvíst sé að Jóhann Berg sé á leið til Englands í sumar.

Jóhann Berg var til reynslu hjá Fulham á yngri árum en hann hefur verið orðaður við Bolton, Wigan, Nottingham Forest og fleiri lið.

Félög í Hollandi verða að tilkynna fyrir 1. apríl hvort að þau ætli að endurnýja samninga við leikmenn sem eru að verða samningslausir en Jóhann Berg tilkynnti í haust að hann hefði í hyggju að fara frá félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×