Enski boltinn

Agüero ætlar að flýta sér hægt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, ætlar ekki að stofna þátttöku sinni á HM í sumar í hættu.

Agüero hefur ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan hann meiddist á vöðva aftan í læri í lok janúar. Hann var reyndar í byrjunarliðinu í síðari leik City gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en meiðslin tóku sig þá upp.

„Ég er að reyna að gera mitt besta svo ég geti komið aftur sem fyrst en ég verð að flýta mér hægt,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„Ef eitthvað gerist núna mun ég missa af lokasprettinum í deildinni og HM í sumar.“

Agüero sagðist einnig að hann ætlaði að halda kyrru fyrir í herbúðum City. „Manuel Pellegrini [stjóri City] segir mér að ég verði fyrst að vinna Meistaradeildina. Það er takmark allra leikmanna í Evrópu,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×