Fótbolti

Kolarov íhugaði að fara frá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aleksandar Kolarov segist hafa íhugað að yfirgefa herbúðir Manchester City eftir síðasta tímabil.

Kolarov fékk takmarkað að spila undir stjórn Roberto Mancini en fékk tækifæri til að byrja upp á nýtt þegar Manuel Pellegrini tók við sem knattspyrnustjóri City í sumar.

„Ég fékk aldrei tækifæri til að sýna mitt rétta andlit og því vildi ég fara. En í ár hef ég sýnt hvað í mér býr,“ sagði Kolarov. „Það hefur verið mikill sigur fyrir mig.“

„Maður bætir sig mikið með því að spila reglulega. Það er allt annað að spila en að bara æfa.“

Kolarov deilir nú stöðu vinstri bakvarðar með Gael Clichy en hann segir það eðlilegt hjá svo sterku liði. „Stjórinn hefur verið duglegur að skipta út leikmönnum á milli leikja og mér finnst að það hafi tekist vel upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×