Fótbolti

Væri Aron með eitt mark hjá Sunderland?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/AFP
Aron Jóhannsson var til umfjöllunar í hlaðvarpsþættinum Big Head Red Head hjá ESPN.

Aron hefur farið mikinn í hollensku úrvalsdeildinni en í þættinum var þeirri spurningu velt upp hvort hann ætti að vera í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á HM í sumar í stað Jozy Altidore.

„Mér finnst skondið að við séum að tala um að Aron Jóhannsson eigi að byrja í stað Jozy Altidore þar sem að Aron er að gera nákvæmlega það sem Altidore gerði í fyrra,“ sagði einn þáttarstjórnandanna.

Altidore skoraði 23 mörk í 33 leikjum með AZ Alkmaar í fyrra en var svo seldur til Sunderland í sumar. Þar hefur hann átt erfitt uppdráttar og skorað aðeins eitt mark.

Aron tók stöðu Altidore í byrjunarliði AZ í sumar og hefur skorað sextán mörk í 29 leikjum til þessa.

„Ég held að ef Aron væri hjá Sunderland væri hann kannski bara með eitt mark,“ bætti hann við. Aðrir í þættinum segja þó að Aron skori öðruvísi mörk en Altidore og eigi heima í byrjunarliði bandaríska landsliðsins.

Umræðuna um Aron má finna hér en hún hefst eftir um 33:30 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×