Enski boltinn

Viljum vinna titilinn fyrir Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Daniel Sturridge vonast til að Steven Gerrard fái að upplifa þá tilfinningu að lyfta bikarnum í lok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gerrard er einn dáðasti sonur Liverpool en hefur aldrei orðið enskur meistari með liðinu. Hann hefur þó unnið meistaradeildina, ensku bikarkeppnina og á að baki meira en 100 leiki með enska landsliðinu.

Hann er nú 33 ára gamall en Liverpool er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á góðan möguleika á titlinum langþráða í vor.

„Stevie á það svo sannarlega skilið ef okkur tekst að vinna deildina fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir þetta félag,“ sagði Sturridge við enska fjölmiðla.

„Hver einasti leikmaður í liðinu mun gera sitt besta til að hjálpa honum að ná þessu takmarki. Hann hefur haldið mikilli tryggð við Liverpool og er enn heimsklassaleikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×