Yfir tuttugu fartölvur á leið til Sambíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2014 14:17 Vísir/GVA Hin eldhressa Francisca Mwansa í Bónus á Fiskislóð á von á rúmlega tuttugu fartölvum til Sambíu þar sem hún er stödd í vetrarfríi. Í ljósi sterkra viðbragða við fartölvusöfnun fyrir Fransiscu Mwansa, hina eldhressu afgreiðslukonu í Bónus á Fiskislóð, ákváðu Alda Sigmundsdóttir sem og Ása Jóhanns að safna sem flestum tölvum fyrir fjölskyldu Fransiscu og börn í Sambíu í samvinnu við Tölvulistann. Yfir 20 fartölvur söfnuðust í heildina sem voru uppfærðar og yfirfarnar af starfsmönnum Tölvulistans. Þeir stækkuðu einnig minnið og hreinsuðu. Fransisca er stödd núna í vetrarfríi í Sambíu og mun taka við þeim og koma þeim í réttar hendur á sínu heimasvæði. Francisca sagði í samtali við blaðamann Vísis á dögunum hlakka mikið til farar sinnar fjölskyldunnar og að afhenda þeim tölvurnar. Þá fékk Francisca sjálf tölvu að gjöf frá Tölvulistanum sem hún hefur að læra á undanfarna mánuði. DHL Express á Íslandi bauðst til þess að taka þátt í verkefninu með því að senda tölvurnar án endurgjalds til Zambíu og sjá til þess að koma þeim á leiðarenda til Fransiscu. „Það er sérstaklega ánægjulegt að Fransisca skuli einmitt vera í Sambíu þegar fartölvurnar koma. Það er mikilvægt að tölvurnar rati í réttar hendur og það er engri betur treystandi en Fransicu að sjá til þess,“ segir Gunnar Jónsson, markaðsstjóri Tölvulistans, í fréttatilkynninguVísir/GVA„Við viljum þakka öllu því góða fólki sem hefur gefið fartölvu í söfnunina um allt land. Þeirra framlag mun reynast þessum börnum og fjölskyldumeðlimum Fransiscu ómetanlegt. Starfsmenn okkar hafa yfirfarið fartölvurnar og gert þær eins sprækar og kostur er með því að uppfæra, stækka vinnsluminni og endurnýja straumbreyta.“ Gunnar segir rausnarlegt af DHL Express á Íslandi að taka þátt í verkefninu. Um margar tölvur sé að ræða og ferðalagið til Sambíu langt. „Alda Sigmundsdóttir sem hóf upprunarlega söfnunina fyrir Fransiscu og Ása Jóhanns eiga mikinn heiður skilið fyrir þetta verkefni. Þær hafa unnið ötullega að undirbúningi þess og samskiptum við tengliði Fransiscu í Zambíu“. Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, segir sanna ánægju að taka þátt í verkefninu. „Þegar við fréttum af verkefninu vorum við ekki lengi að taka ákvörðun um að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Við höfum notað sögu og viðhorf Fransiscu sem dæmi í starfsmannakynningum hjá DHL um afburðarþjónustulund, eins og viðskiptavinir Bónus á Granda þekkja.“ Tengdar fréttir Leita að fartölvu fyrir Franciscu "Ég fékk þessa hugmynd þegar ég stóð á kassanum hjá henni. Francisca gefur alltaf svo mikið af sér án þess að biðja um neitt til baka svo ég vissi strax að margir myndu vilja hjálpa,“ segir Alda Sigmundsdóttir 13. nóvember 2013 20:48 Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. 2. mars 2009 05:00 Fransisca fékk nokkrar fartölvur - "Ég er glöð“ Afgreiðslukonan í Bónus sem alla bræðir ætti að vera í góðu tölvusambandi eftir daginn en hún fékk að gjöf nokkrar fartölvur fyrir sig og fjölskyldu sína í dag. 14. nóvember 2013 20:00 Francisca fær nýja tölvu frá Tölvulistanum Markaðsstjórinn vill gleðja þessa konu jafn mikið og hún gleður viðskiptavini sína. 14. nóvember 2013 11:02 Hamingjusamasta kassadama Íslands Ísland í dag kíkti vestur á Granda á kassadömuna Franciscu Mwansa, sem er orðin þekkt sem hamingjusamasta kassadama Íslands. Glaðværð hennar og vinsemd hafa vakið verðskuldaða athygli. 4. apríl 2011 22:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Hin eldhressa Francisca Mwansa í Bónus á Fiskislóð á von á rúmlega tuttugu fartölvum til Sambíu þar sem hún er stödd í vetrarfríi. Í ljósi sterkra viðbragða við fartölvusöfnun fyrir Fransiscu Mwansa, hina eldhressu afgreiðslukonu í Bónus á Fiskislóð, ákváðu Alda Sigmundsdóttir sem og Ása Jóhanns að safna sem flestum tölvum fyrir fjölskyldu Fransiscu og börn í Sambíu í samvinnu við Tölvulistann. Yfir 20 fartölvur söfnuðust í heildina sem voru uppfærðar og yfirfarnar af starfsmönnum Tölvulistans. Þeir stækkuðu einnig minnið og hreinsuðu. Fransisca er stödd núna í vetrarfríi í Sambíu og mun taka við þeim og koma þeim í réttar hendur á sínu heimasvæði. Francisca sagði í samtali við blaðamann Vísis á dögunum hlakka mikið til farar sinnar fjölskyldunnar og að afhenda þeim tölvurnar. Þá fékk Francisca sjálf tölvu að gjöf frá Tölvulistanum sem hún hefur að læra á undanfarna mánuði. DHL Express á Íslandi bauðst til þess að taka þátt í verkefninu með því að senda tölvurnar án endurgjalds til Zambíu og sjá til þess að koma þeim á leiðarenda til Fransiscu. „Það er sérstaklega ánægjulegt að Fransisca skuli einmitt vera í Sambíu þegar fartölvurnar koma. Það er mikilvægt að tölvurnar rati í réttar hendur og það er engri betur treystandi en Fransicu að sjá til þess,“ segir Gunnar Jónsson, markaðsstjóri Tölvulistans, í fréttatilkynninguVísir/GVA„Við viljum þakka öllu því góða fólki sem hefur gefið fartölvu í söfnunina um allt land. Þeirra framlag mun reynast þessum börnum og fjölskyldumeðlimum Fransiscu ómetanlegt. Starfsmenn okkar hafa yfirfarið fartölvurnar og gert þær eins sprækar og kostur er með því að uppfæra, stækka vinnsluminni og endurnýja straumbreyta.“ Gunnar segir rausnarlegt af DHL Express á Íslandi að taka þátt í verkefninu. Um margar tölvur sé að ræða og ferðalagið til Sambíu langt. „Alda Sigmundsdóttir sem hóf upprunarlega söfnunina fyrir Fransiscu og Ása Jóhanns eiga mikinn heiður skilið fyrir þetta verkefni. Þær hafa unnið ötullega að undirbúningi þess og samskiptum við tengliði Fransiscu í Zambíu“. Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, segir sanna ánægju að taka þátt í verkefninu. „Þegar við fréttum af verkefninu vorum við ekki lengi að taka ákvörðun um að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Við höfum notað sögu og viðhorf Fransiscu sem dæmi í starfsmannakynningum hjá DHL um afburðarþjónustulund, eins og viðskiptavinir Bónus á Granda þekkja.“
Tengdar fréttir Leita að fartölvu fyrir Franciscu "Ég fékk þessa hugmynd þegar ég stóð á kassanum hjá henni. Francisca gefur alltaf svo mikið af sér án þess að biðja um neitt til baka svo ég vissi strax að margir myndu vilja hjálpa,“ segir Alda Sigmundsdóttir 13. nóvember 2013 20:48 Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. 2. mars 2009 05:00 Fransisca fékk nokkrar fartölvur - "Ég er glöð“ Afgreiðslukonan í Bónus sem alla bræðir ætti að vera í góðu tölvusambandi eftir daginn en hún fékk að gjöf nokkrar fartölvur fyrir sig og fjölskyldu sína í dag. 14. nóvember 2013 20:00 Francisca fær nýja tölvu frá Tölvulistanum Markaðsstjórinn vill gleðja þessa konu jafn mikið og hún gleður viðskiptavini sína. 14. nóvember 2013 11:02 Hamingjusamasta kassadama Íslands Ísland í dag kíkti vestur á Granda á kassadömuna Franciscu Mwansa, sem er orðin þekkt sem hamingjusamasta kassadama Íslands. Glaðværð hennar og vinsemd hafa vakið verðskuldaða athygli. 4. apríl 2011 22:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Leita að fartölvu fyrir Franciscu "Ég fékk þessa hugmynd þegar ég stóð á kassanum hjá henni. Francisca gefur alltaf svo mikið af sér án þess að biðja um neitt til baka svo ég vissi strax að margir myndu vilja hjálpa,“ segir Alda Sigmundsdóttir 13. nóvember 2013 20:48
Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. 2. mars 2009 05:00
Fransisca fékk nokkrar fartölvur - "Ég er glöð“ Afgreiðslukonan í Bónus sem alla bræðir ætti að vera í góðu tölvusambandi eftir daginn en hún fékk að gjöf nokkrar fartölvur fyrir sig og fjölskyldu sína í dag. 14. nóvember 2013 20:00
Francisca fær nýja tölvu frá Tölvulistanum Markaðsstjórinn vill gleðja þessa konu jafn mikið og hún gleður viðskiptavini sína. 14. nóvember 2013 11:02
Hamingjusamasta kassadama Íslands Ísland í dag kíkti vestur á Granda á kassadömuna Franciscu Mwansa, sem er orðin þekkt sem hamingjusamasta kassadama Íslands. Glaðværð hennar og vinsemd hafa vakið verðskuldaða athygli. 4. apríl 2011 22:15