Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Dr. Gunni skrifar 2. mars 2009 05:00 Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins. Hún segir að kreppan skipti litlu máli. Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til Guðs og verður glöð að nýju. Vísir/GVA Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira