Innlent

Hamingjusamasta kassadama Íslands

Ísland í dag kíkti vestur á Granda á kassadömuna Franciscu Mwansa, sem er orðin þekkt sem hamingjusamasta kassadama Íslands. Glaðværð hennar og vinsemd hafa vakið verðskuldaða athygli.

Francisca flutti til Íslands frá Sambíu í október árið 2000 og hefur náð að rækta einstakt samband við fjölda kúnna sem velja röðina við hennar kassa fremur öðrum.




Tengdar fréttir

Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna

Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×