Innlent

Gott að vita að hægt sé að ganga að lækni vísum hjá Eimskipafélaginu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/HARI/GVA
„Það er dásamlegt til þess að vita að þeim sé annt um heilsu starfsmanna sinna,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands, um það trúnaðarlæknir hafi verið sendur til að kanna með heilsu þeirra starfsmanna Herjólfs sem tilkynntu veikindi í morgun.

Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september var samþykkt á Alþingi í gær.  Eimskipafélagið hafði samband við trúnaðarlækni félagsins í morgun. Læknirinn hafði svo samband við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum og í samvinnu við hana forvitnaðist hann um heilsu áhafnarmeðlima.

Full ástæðu er til þess að athuga með heilsu áhafnarmeðlima þegar svona margir sem starfi um borð í einu skipi að sögn Ólafs William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúa Eimskipafélags Íslands.

Jónas segir gott til þess að vita að hægt sé að ganga að læknum Eimskipafélagsins. Oft sé talað um að læknisþjónusta í landinu sé slök en þeir sem þurfi á lækni að halda ættu að athuga með þennan sem sé augljóslega snar í snúningum.

Hann hefur ekki heyrt um það áður að vinnustaðir sendi lækna heim til starfsfólks. En það sé gott til þess að vita að vinnustaðir geti brugðist svo skjótt við þegar starfsmenn þeirra verði veikir.

„Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þetta sé vel meinandi hjá þeim,“ segir Jónas. 


Tengdar fréttir

Undirmenn á Herjólfi hringdu sig inn veika í morgun

Siglingasvið Umferðarstofu er að kanna hvort nýir undirmenn hafi verið lögskráðir í áhöfn Herjólfs og hvort þeir hafa tilskilin réttindi, eftir að fregnir bárust af því í morgun að undirmennirnir, sem verið hafa í verkfallsaðgerðum að undanförnu, tilkynntu sig veika fyrir brottför skipsins í morgun.

Segir lög á verkfall Herjólfsmanna algjörlega óásættanleg

Okkur finnst það bara ömurlegt, ég veit ekki hvað ég á að segja annað,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannafélags Íslands, um lög sem samþykkt voru í gær á Alþingi um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september.

Lög á verkfall Herjólfsmanna samþykkt

Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til fimmtánda september, var samþykkt á Alþingi upp úr miðnætti með 29 atkvæðum gegn 13, en fimm sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×