Enski boltinn

Pearce snýr aftur til Forest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pearce kom hingað til lands árið 2011 með U-21 lið Englands.
Pearce kom hingað til lands árið 2011 með U-21 lið Englands. Vísir/Vilhelm
Einn dáðasti sonur Nottingham Forest, Stuart Pearce, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri félagsins.

„Velkominn heim,“ skrifaði stjórnarformaðurinn Fawaz Al-Hasawi á Twitter-síðu sína í dag þegar hann tilkynnti um ráðningu Pearce.

Pearce hafnaði félaginu í síðustu viku af persónulegum ástæðum en hefur nú samþykkt að taka við liðinu þegar núverandi tímabili lýkur.

Billy Davies var rekinn úr starfinu í síðasta mánuði en liðið hefur gefið eftir í toppbaráttu ensku B-deildarinnar að undanförnu og er nú í sjöunda sæti deildarinnar. Liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Gary Brazil, þjálfari varaliðsins, mun líklega stýra Forest út leiktíðina.

Pearce lék með Forest frá 1985 til 1997 og skoraði 63 mörk í 401 leik með liðinu. Hann var lengst af fyriliði félagsins og hélt til að mynda tryggð við það þegar það féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 1993.

Pearce hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari U-21 liðs Englands og en hann var stjóri Manchester City frá 2005 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×