Innlent

Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilunni

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Aðalheiður Steingrímsdóttir
Aðalheiður Steingrímsdóttir
„Við erum ekki farin að sjá til lands í þeim málum sem standa út af, það er launaliðnum og því hversu háum fjárhæðum verður varið til innra starfs í skólunum,“  segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar Félags framhaldsskólakennara.

Kennarar segja að mennta- og fjármálaráðherra verði að fara að svara því hversu miklir peningar verði settir í að leysa deiluna. Allt sitji fast á meðan svör berast ekki.

Aðalheiður segir að dagurinn í gær hafi farið í að fínpússa texta á þeim liðum kjarasamningsins sem eru að mestu frágengnir.

„En það strandar á aðkomu ráðherranna. Þeir þurfa að leggja sig meira fram ef lausn á deilunni á að finnast,“ segir Aðalheiður.

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, tekur í svipaðan streng og Aðalheiður. Staðan sé óbreytt.

Hvorki náðist í fjármála- eða menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Verkfallskrakkar fá störf hjá gámafélagi

Íslenska gámaþjónustan býður táningum sem hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli framhaldsskólakennara að skapa verðmæti í stað þess að slæpast.

Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág

Formaður Kennarasambands Íslands segir að stjórnmálamenn skorti þor til að takast á við launamál kennara og þyki sjálfsagt að launin séu lág.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×