Enski boltinn

Benteke missir líka af upphafi næsta tímabils

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aston Villa staðfesti síðdegis í gær að Christian Benteke hafi slitið hásin á æfingu og verður frá næsta hálfa árið.

Þetta er áfall fyrir Benteke sem missir af HM í Brasilíu með belgíska landsliðinu í sumar. Það er einnig ljóst að hann mun ekki snúa til baka fyrr en í byrjun októbermánaðar með Aston Villa.

„Hann mun leggja mikla vinnu á sig og koma enn sterkari til leiks á næsta tímabili,“ sagði Paul Lambert, stjóri Aston Villa.

Hann kom til Villa í ágúst árið 2012 og hefur skorað ellefu mörk í öllum keppnum í vetur. Hann gerði nýjan fjögurra ára samning við félagið í júlí í fyrra.


Tengdar fréttir

Benteke sagður missa af HM

Christain Benteke, leikmaður Aston Villa, verður ekki með landsliði Belgíu á HM í sumar vegna alvarlegra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×