Enski boltinn

Ramsey snýr aftur í lið Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aaron Ramsey verður í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn gegn Everton á sunnudag en hann hefur ekkert spilað síðan um jólin.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti þetta í dag en Ramsey meiddist á læri er Arsenal vann 3-1 sigur á West Ham á öðrum degi jóla. Hann hafði þá skorað þrettán mörk í 27 leikjum á tímabilinu.

„Hann hefur lagt mjög mikið á sig á æfingum en skortir leikæfingu. En það er afar mikilvægt að fá leikmann eins og Ramsey aftur í hópinn,“ sagði Wenger.

Ramsey gerði nýjan fimm ára samning við Arsenal í síðasta mánuði en framundan eru mikilvægar vikur hjá liðinu. Það mætir Wigan í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um næstu helgi og er í baráttu um að vera eitt efstu fjögurra liðanna í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×