Enski boltinn

Ferguson gerist kennari í Harvard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Breska blaðið The Telegraph greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, hafi þegið kennarastöðu við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Ferguson, sem er 72 ára gamall, mun kenna við viðskiptadeild skólans og halda fyrirlestra í námskeiði sem snýr að viðskiptum í fjölmiðlum, afþreyingariðnaði og íþróttum.

Ferguson hefur áður starfað með Harvard en hann hefur formlega störf við skólann í næsta mánuði. Um langtímaráðningu er að ræða, eftir því sem fram kemur í tilkynningu skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×