Fótbolti

Frábær sigur Sölva og félaga í Moskvu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sölvi Geir og strákarnir í Ural gera það gott þessar vikurnar.
Sölvi Geir og strákarnir í Ural gera það gott þessar vikurnar. Vísir/Getty
Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmaður í fótbolta, og félagar hans í rússneska úrvalsdeildarliðinu Ural gerðu sér lítið fyrir og unnu Spartak Moskvu, 1-0, á útivelli í dag.

Vladimir Khozin skoraði eina mark gestanna á 20. mínútu. Sölvi Geir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar og fékk að líta gult spjald á 65. mínútu.

Sigurinn er nokkuð óvæntur enda Spartak í sjötta sæti deildarinnar og í baráttunni um Evrópusæti en nýliðar Ural hafa verið í fallbaráttu allt tímabilið.

Ural er áfram í 12. sæti, einu sæti fyrir ofan umspilssæti um áframhaldandi veru í í deildinni. Liðið er með 24 stig, fjórum stigum meira en Tom' Tomsk sem er í 13. sæti.

Ural-liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu en það er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum og er á góðri leið með að halda sæti sínu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×