Fótbolti

Ólafur Ingi og bróðir Hazards lögðu upp mörkin í sigri á toppliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Ingi spilaði vel í kvöld.
Ólafur Ingi spilaði vel í kvöld. Vísir/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem unnu sterkan 2-0 heimasigur á toppliði Standard Liege í meistaraumspili belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en heimamenn komust yfir með marki IdrissaSylla á 48. mínútu. Sylla skoraði eftir sendingu frá Ólafi Inga sem spilaði allan leikinn fyrir Zulte-Waregem.

Tuttugu mínútum síðar bætti Belginn SvenKums við öðru marki heimamanna eftir undirbúning ThorganHazards, bróðir Chelsea-stjörnunnar Edens Hazards. Lokatölur, 2-0.

Standard er eftir sem áður í efsta sæti meistaraumspilsins en sex lið taka þátt í því og leika innbyrðis heima og að heiman um meistaratitilinn.

Stadard er með 37 stig eftir tvo leiki í umspilinu en Zulte er í þriðja sætinu með 33 stig, tveimur stigum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Club Brugge sem eiga leik á sunnudaginn gegn Anderlecht.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×