Enski boltinn

Pochettino: Rangstöðumarkið drap leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, stjóri Southampton, var ekki ánægður með dómaratríóið á leik liðsins gegn Manchester City í dag.

City vann öruggan sigur, 4-1, en í stöðunni 1-1 skoraði City ólöglegt mark þegar rangstæður David Silva lagði upp mark fyrir Samir Nasri. Heimamenn rúlluðu svo yfir Southampton í síðari hálfleik.

„Línumaðurinn drap leikinn. Það er alveg ljóst að annað markið þeirra breytti leiknum. Við vorum búnir að vera betri fram að því,“ sagði Pochettino. „Það er algjörlega tilgangslaust að greina leikinn eftir þetta mark.“

„Við spiluðum með marga unga leikmenn í dag og viljum halda áfram að vaxa og dafna sem lið.“

Jay Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og útlit fyrir að hann hafi meiðst illa á hné. „Ég veit ekki hvernig Jay er. Það lítur ekki vel út en við munum skoða þetta þegar við komum heim.“


Tengdar fréttir

City stóð við sitt

Manchester City er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú bara einu stigi á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×