Fótbolti

Enn bætir Alfreð við metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason var á skotskónum þegar Heerenveen vann sannfærandi sigur á PSV, 3-0, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð hefur nú skorað 26 mörk í 28 deildarleikjum með Heerenveen en hann skoraði þriðja mark sinna manna á 87. mínútu. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn PSV, lék á markvörðinn og skoraði í autt markið.

Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í hollensku úrvalsdeildinni og sá Íslendingur sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili í efstu deild í Evrópu.

Alfreð er þar að auki markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar og einn sá markahæsti í evrópsku úrvalsdeildunum.

Bilal Basacikoglu og Rajiv Van La Parra skoruðu einnig fyrir Heerenveen sem er í sjötta sæti deildrainnar með 48 stig. PSV er í fimmta sæti með 53 stig.

Þetta var fyrsti sigur Heerenveen í deildinni í síðustu fjórum leikjum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×