Fótbolti

Guðlaugur Victor kom inn á í jafntefli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
NEC Nijmegen gerði 1-1 jafntefli gegn Cambuur á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu ellefu mínútur leiksins.

Geoffrey Castillion kom NEC yfir strax á 13. mínútu úr vítaspyrnu. Mart Dijkstra jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik en þrjú rauð spjöld litu aftur móti dagsins ljós.

Ryan Koolwijk leikmaður NEC var fyrstur til að fjúka útaf á 84. mínútu. Marcel Ritzmaier hjá Cambuur fauk útaf tveimur mínútum seinna. Aðeins tvær mínútur í viðbót liðu þar til bakvörðurinn Rens van Eijden fór snemma í sturtu.

NEC er sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar, með 28 stig, þremur stigum fyrir ofan botnlið Roda og fjórum stigum frá öruggu sæti. NEC hefur ekki unnið sigur í sjö leikjum.

Cambuur er í tíunda sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×