Fjölluðu oft um tækifæri Íslands vegna hlýnunar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2014 09:15 Úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Kína í apríl í fyrra. Fríverslunarsamningur ríkjanna undirritaður. Forystumenn síðustu ríkisstjórnar fjölluðu oft í ræðu og riti um tækifærin sem Ísland hefði vegna hlýnunar loftlags á Norðurslóðum. Þar fór fremstur í flokki utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson sem sagði mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur í síðustu viku fyrir að benda á að loftlagsbreytingar fælu í sér mikil tækifæri fyrir Ísland. Forveri hans í embætti, Jóhanna Sigurðardóttir, ræddi einnig um slík tækifæri á síðasta kjörtímabili. Þannig má lesa í fréttatilkynningu um opinbera heimsókn Jóhönnu til Kína í apríl í fyrra að rætt hafi verið um aukið samstarf á Norðurslóðum „meðal annars vegna nýrra tækifæra og breytinga á siglingaleiðum“. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra, lét heldur ekki sitt eftir liggja. Á ráðstefnu í Tromsö í janúar í fyrra, Arctic Frontiers, kvaðst hann sjá fyrir sér að Ísland myndi gegna vaxandi hlutverki í að þjónusta það sem hann kallaði „orkuþríhyrninginn“, það er íslenska svæðið suður af Jan Mayen, norska hluta þess svæðis og olíuleitarsvæði undan ströndum Austur-Grænlands. Steingrímur tók fram að uppfylla yrði strangar öryggis- og mengunarkröfur áður en hugsanleg olíuvinnsla hæfist. Í tíð síðustu ríkisstjórnar var raunar gefin út heil skýrsla „Ísland á norðurslóðum“ sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fylgdi úr hlaði með þessum orðum: „Nauðsynlegt er að hefja nú þegar kynningu á möguleikum Íslands í þessu sambandi því að ella kunna þau tækifæri sem í þeim felast að renna okkur úr greipum.“ Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Ummæli forsætisráðherra varðandi umhverfismál hafa reitt marga til reiði. 1. apríl 2014 23:19 Ummæli Sigmundar Davíðs komin í heimspressuna Vefmiðillinn The Raw Story, sem helgar sig fréttum af stjórnmálum á heimsvísu, greinir frá því að forsætisráðherra Ísland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, telji að loftslagsbreytingar bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Ísland í framtíðinni. 3. apríl 2014 08:04 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Forystumenn síðustu ríkisstjórnar fjölluðu oft í ræðu og riti um tækifærin sem Ísland hefði vegna hlýnunar loftlags á Norðurslóðum. Þar fór fremstur í flokki utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson sem sagði mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur í síðustu viku fyrir að benda á að loftlagsbreytingar fælu í sér mikil tækifæri fyrir Ísland. Forveri hans í embætti, Jóhanna Sigurðardóttir, ræddi einnig um slík tækifæri á síðasta kjörtímabili. Þannig má lesa í fréttatilkynningu um opinbera heimsókn Jóhönnu til Kína í apríl í fyrra að rætt hafi verið um aukið samstarf á Norðurslóðum „meðal annars vegna nýrra tækifæra og breytinga á siglingaleiðum“. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra, lét heldur ekki sitt eftir liggja. Á ráðstefnu í Tromsö í janúar í fyrra, Arctic Frontiers, kvaðst hann sjá fyrir sér að Ísland myndi gegna vaxandi hlutverki í að þjónusta það sem hann kallaði „orkuþríhyrninginn“, það er íslenska svæðið suður af Jan Mayen, norska hluta þess svæðis og olíuleitarsvæði undan ströndum Austur-Grænlands. Steingrímur tók fram að uppfylla yrði strangar öryggis- og mengunarkröfur áður en hugsanleg olíuvinnsla hæfist. Í tíð síðustu ríkisstjórnar var raunar gefin út heil skýrsla „Ísland á norðurslóðum“ sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fylgdi úr hlaði með þessum orðum: „Nauðsynlegt er að hefja nú þegar kynningu á möguleikum Íslands í þessu sambandi því að ella kunna þau tækifæri sem í þeim felast að renna okkur úr greipum.“
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Ummæli forsætisráðherra varðandi umhverfismál hafa reitt marga til reiði. 1. apríl 2014 23:19 Ummæli Sigmundar Davíðs komin í heimspressuna Vefmiðillinn The Raw Story, sem helgar sig fréttum af stjórnmálum á heimsvísu, greinir frá því að forsætisráðherra Ísland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, telji að loftslagsbreytingar bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Ísland í framtíðinni. 3. apríl 2014 08:04 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07
Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Ummæli forsætisráðherra varðandi umhverfismál hafa reitt marga til reiði. 1. apríl 2014 23:19
Ummæli Sigmundar Davíðs komin í heimspressuna Vefmiðillinn The Raw Story, sem helgar sig fréttum af stjórnmálum á heimsvísu, greinir frá því að forsætisráðherra Ísland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, telji að loftslagsbreytingar bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Ísland í framtíðinni. 3. apríl 2014 08:04
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir