Innlent

Lyfjakostnaður sligar krabbameinssjúklinga

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Mikael Torfason fjallaði um það í þætti sínum "Mín skoðun" í dag að hann væri stoltur af íslenska heilbrigðiskerfinu.

Mikael eyddi sjálfur fyrstu árunum á barnadeild hringsins, og sagðist þakklátur yfir því að foreldrar hans hefðu ekki þurft að greiða fyrir sjúkrahúskostnaðinn úr eigin vasa á þeim tíma, því þau höfðu ekki ráð á því.

Hann sagði Íslendinga hafa tilhneigingu til að trúa því að heilbrigðiskerfið sé réttlátt og mismuni fólki ekki eftir efnahag.

Í nýlegri skýrslu krabbameinsfélagsins kemur hinsvegar fram að hlutur sjúklings í krabbameinsmeðferðum hefur stóraukist á síðustu árum.

Nú blasir það í raun við að aðeins þeir ríku hafa efni á krabbameinsmeðferð.

Þessi lúmska hnignun segir Mikael að sé stórhættuleg.

Læknar og heilbrigðisstarfsfólk flýr land vegna lágra launa og álagið of mikið.

Nú þegar lyfjakostnaður er farinn að krabbameinssjúklinga er botninum er náð.

Brýnt er að mati Mikaels að reisa heilbrigðiskerfið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×