Enski boltinn

Olic gæti farið til Stoke í sumar | Var á Englandi í síðustu viku

Tómas Þór þóarðarson skrifar
Ivica Olic gæti spilað í ensku úrvalseildinni á næstu leiktíð.
Ivica Olic gæti spilað í ensku úrvalseildinni á næstu leiktíð. Vísir/Getty
Ivica Olic, framherji þýska 1. deildar liðsins Wolfsburg, var á Englandi í síðustu viku en hann er sterklega orðaður við Stoke þessa dagana.

Olic er byrjunarliðsmaður hjá Wolfsburg en hann er nú þegar búinn að ræða opinberlega við Mark Hughes sem lofaði Króatanum að Stoke væri hætt að sparka boltanum bara hátt og langt.

Króatinn verður samningslaus í sumar og getur því gengið frítt í raðir hvaða liðs sem er en honum býðst þó nýr samningur hjá Wolfsburg.

„Ég og konan mín vorum á Englandi í síðustu viku. Okkur líkaði það sem við sáum en ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég verði áfram eða fari,“ segir hinn 34 ára gamli Ivica Olic við þýska blaðið Bild.

Wolfsburg ætlar ekki að taka þátt í neinu uppboði við Stoke um undirskrift Olic. Hann veit hvað er á borðinu hjá Wolfsburg vilji hann vera áfram á Volkswagen-vellinum.

„Ivica Olic veit að hverju hann gengur ef hann skrifar undir nýjan samning hjá Wolfsburg. Ég vil ekki hafa neinn leikmann í liðinu sem er ekki viss um að Wolfsburg sé ekki besti kosturinn fyrir hann,“ segir Klaus Allofs, framkvæmdastjóri Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×