Enski boltinn

Sonur Ashley Young skrifaði undir hjá Arsenal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ashley Young.
Ashley Young. Vísir/Getty
Tyler Young, sonur AshleysYoungs, leikmanns Manchester United og enska landsliðsins, skrifaði um helgina undir samning við Arsenal en móðir hans greindi frá undirskriftinni á Twitter-síðu sinni.

Ashley Young var stuðningsmaður Arsenal í æsku en átrúnaðargoðið hans er IanWright. Svo gæti farið að sonur hans spili með liðinu sem hann hélt með sem barn.

Aðeins eru tvær vikur síðan Manchester Evening News greindi frá því að Robin van Persie, framherji Manchester United, og Phil Neville, aðalliðsþjálfari, sendu strákana sína til æfinga hjá Manchester City.

Kevin Sheedy, þjálfari U18 ára liðs Everton, réðst á DavidMoyes á Twitter-síðu sinni sama dag og greint var frá að United-mennirnir hefðu sent syni sína, sem báðir eru ellefu ára, til æfinga hjá City.

Sheedy sagðist vel skilja ákvörðun þeirra enda hefði Moyes aldrei sýnt barna- og unglingastarfi Everton áhuga, að hans sögn. Hann eyddi tístunum skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×