Innlent

Ýmist kennt í páskafríi eða skólaárið lengt

ingvar Haraldsson skrifar
Þessir nemendur voru kátir með að vera komnir aftur í skólann.
Þessir nemendur voru kátir með að vera komnir aftur í skólann. Vísir/Vilhelm
Nemendur í framhaldsskólum snéru til baka eftir þriggja vikna verkfall. Skólastjórnendur glíma nú við hvernig eigi að bæta nemendum upp kennslutapið.

Allur gangur á því er hvernig skólarnir munu bæta nemendum upp kennslutapið. Ljóst er að próf og útskriftir munu færast aftur um nokkra daga í mörgum skólum. Einhverjir skólar munu kenna í páskafríinu. Einnig eru sumstaðar uppi hugmyndir um að kenna á laugardögum.

Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sagði Steinn Jóhannsson skólameistari að 5-6 kennsludögum yrði bætt við önnina. Kennt verður í dymbilvikunni ásamt því að prófum verður seinkað.

Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólans við Sund sagði að prófum yrði seinkað um viku og sex kennsludögum yrði bætt við í MS. Þannig  verður komist hjá því að kenna í páskafríinu. Útskrift þar munu frestast um viku. Már bætti við að ljóst væri að álagið á nemendur og kennara myndi aukast þessa síðustu skóladaga.

Endurheimtir í skólana óljósar



Almennt virðist vera mikil ánægja með að skólastarfið hafi hafist á ný. Þó er ekki ljóst hvort allir nemendur muni skila sér aftur í skólann.

Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sagði skólastarfið hafa gengið vel vel í morgun. „Kennarar og nemendur eru mjög kátir með að vera komnir aftur í skólann. Það er of snemmt að segja til um hvernig endurheimtir í skólana verða. Við vitum hinsvegar að einhverjir nemendur muna ekki skila sér til baka."

Flestir framhaldsskólar munu halda fundi með kennurum og nemendum í dag og á morgun til að kynna hvernig ljúka eigi önninni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×